Aðventusvellið í Reykjanesbæ

Aðventusvellið er glæný og spennandi viðbót við Aðventugarðinn í Reykjanesbæ en það er staðsett í skrúðgarðinum í Keflavík. Þar gefst fjölskyldum einstakt tækifæri til að upplifa saman gleðilegar stundir með hressandi útivist og hreyfingu. Það er Gautaborg ehf. sem hefur tekið að sér reksturinn á svellinu í samstarfi við Reykjanesbæ. Aðventusvellið er 200 fermetrar að stærð og er umhverfisvænt þar sem það þarfnast hvorki raforku né vatns en svellið samanstendur af sérhönnuðum plötum sem hafa sömu eiginleika og venjulegur ís. Þá er einnig minni slysahætta á þessu svelli þar sem það gefur aðeins eftir ólíkt hefðbundnum ís. Hægt er að nota alla skauta nema listdansskauta sem eru með tennur að framan.

Aðventusvellið verður frábær afþreying, upplifun og hreyfing fyrir íbúa Reykjanesbæjar og gesti Aðventugarðsins.