Skautasvell á Íslandi
-
Sparkvöllurinn á Vopnafirði
Fengið af vefnum Austurfrett.is Eldheitir áhugamenn um skautaíþróttina hafa nú tekið sig saman á Vopnafirði og útbúið fyrirtaks skautasvell á sparkvelli bæjarins og þar skal dansað á svellinu svo lengi sem frost verður í lofti. Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir er ein þeirra sem tekið hafa þátt í að mynda slétt og fellt svell á sparkvellinum en…
-
Andapollurinn á Reyðarfirði
Á Andapollinum á Reyðarfirði er vel hægt að skauta þegar það frystir yfir vetrartímann. Sagt er að búið sé að skauta á þessum andarpolli í yfir 100 ár. Beðið ef eftir staðfestum heimildum þess efnis. Þangað til verðum við að láta þessar myndir og kort af staðsetningu þessa skautasvæðis dugar í bili.
-
Rauðavatn
Við Rauðavatn voru tekin fyrstu skrefin í skógrækt fyrir um hundrað árum. Líklegast dregur vatnið nafn sitt af vatnaplöntunni síkjarnara en stöngull plöntunnar er rauðleitur og blóm þess á yfirborðinu eru einnig rauð. Vel má sjá þetta þegar lítið er í vatninu en þá glittir í heilu breiðurnar af plöntunni. Rauðavatn er ekki stórt vatn, aðeins 0,32 ferkílómetrar og…
-
Hvaleyrarvatn
Oft eru prýðisaðstæður til að skauta á Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði þegar það frýs og býður það upp á fjölbreytta hreyfingu og skemmtun. Er eitt fallegasta vatnið í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eða réttara sagt eitt fallegasta umhverfið. Við leggjum bílnum við fyrsta bílastæðið þegar við komum frá Kaldárselsvegi en þar fyrir framan er Sandvík. Göngum svo umhverfis…
-
Skautahöllin í Egilshöll
Skautahöllin í Egilshöll opnaði árið 2004 og var eitt af fyrstu einingum sem opnað var í Egilshöll. Egilshöll er 24.000 fermetra íþrótta-, tónleika- og kvikmyndahöll í Grafarvogi, Reykjavík. Hún geymir 10.800 fermetra knattspyrnusal, auk skautahallar og skotævingarsvæðis. Skautahöll hennar er heimavöllur skautadeilda Fjölnis. Skautasvellið í Egilshöll býður upp á skemmtilega skautaferðir fyrir hópa hvort sem…
-
Reykjavíkurtjörn
Hér á árum áður var mikið skautað á Reykjavíkurtjörn og snérist Skautafélag Reykjavíkur mikið í kringum skemmtanahald á Reykjavíkurtjörn á veturna. Hægt er að lesa nánar um þá sögu á vef Skautafélags Reykjavíkur hér.
-
Skautasvell á Flateyri
Skautasvell hefur verið útbúið við Gunnskólann á Flateyri. Er það um 240 fermetrar að stærð og hefur það verið í notkun frá áramótum við miklar vinsældir eldri sem yngri kynslóðarinnar. Gerð skautasvellsins var eitt af 9 verkefnum sem fékk í haust styrk úr Þróunarverkefnissjóði Flateyrar. Forsvarsmaður verkefnisins er Sigurður J. Hafberg.
-
Aðventusvellið í Reykjanesbæ
Aðventusvellið er glæný og spennandi viðbót við Aðventugarðinn í Reykjanesbæ en það er staðsett í skrúðgarðinum í Keflavík. Þar gefst fjölskyldum einstakt tækifæri til að upplifa saman gleðilegar stundir með hressandi útivist og hreyfingu. Það er Gautaborg ehf. sem hefur tekið að sér reksturinn á svellinu í samstarfi við Reykjanesbæ. Aðventusvellið er 200 fermetrar að…
-
Hjartasvellið í Hafnarfirði
Í nóvember og desember mun Hafnarfjarðarbær í samvinnu við Bæjarbíó starfrækja Hjartasvellið, 200 fermetra skautasvell fyrir ungt fólk á öllum aldri. Svellið var opnað á aðventunni í fyrra og komu fjölmargir og nutu samveru á skautum í hjarta Hafnarfjarðar. 100% vistvænt og skemmtilegt Hjartasvellið er 100% vistvænt þar sem hvorki vatn né rafmagn er notað…
-
Skautahöllin í Laugardal
Íþróttabandalag Reykjavíkur annast rekstur Skautahallarinnar í Laugardal samkvæmt samningi við borgaryfirvöld. Skautahöllin er mikið mannvirki, rúmlega 3.700 fermetrar að stærð, þar af er sjálft svellið 1.800 fermetrar. Skautahöllin tekur allt að 1.000 manns í sæti. Mikil áhersla hefur alla tíð verið lögð á að almenningur hafi greiðan aðgang að höllinni en jafnframt hefur Skautafélag Reykjavíkur…
-
Skautahöllin á Akureyri
Skautahöllin er á rólegum stað í innbænum en fjölmörg söfn og áningarstaðir eru í næsta nágrenni. Skautahöllin var vígð árið 2000 en Skautafélag Akureyrar sér um daglegan rekstur skautahallarinnar. Æfingar deilda Skautafélagsins fara fram í húsinu alla daga vikunnar og viðburðir þeim tengdum flestar helgar vetrarins eins fara fram hokkíleikir, krullu- og listhlaupamót og sýningar.…
-
Skautasvellið á Dalvík
Skautasvelli var komið upp á Dalvík í lok janúar og hafa börn, unglingar og fullorðnir tekið því fagnandi og notið skemmtilegra stunda á svellinu. Fyrst um sinn voru fengnir að láni skautar frá Skautafélagi Akureyrar. Stemmningin sem skapaðist var svo góð og mikil gleði með framtakið að Foreldrafélag Dalvíkurskóla safnaði yfir eina milljón til kaupa…
-
Nova-skautasvellið
Nova-skautasvellið, sem undanfarin ár hefur verið sett upp á Ingólfstorgi í Reykjavik, er dæmi um vel heppnað skautasvell sem sett hefur verið upp frekar hratt og hefur verið mjög vinsælt í desembermánuði hjá almennu skautaáhugafólki á öllum aldri. Stærð: 20x20m (400m2)