Nýtt tennishús og Skautahöll stækkuð

Þessi frétt birtist á MBL.is 22.12.2012

Á síðasta fundi borg­ar­ráðs voru kynnt­ar niður­stöður starfs­hópa um upp­bygg­ingu tveggja íþrótta­mann­virkja í Laug­ar­dal, þ.e. tenn­is­húss og viðbygg­ingu við Skauta­höll­ina.

Starfs­hóp­ur um tenn­is­hús legg­ur til að byggt verði á lóð TBR, gegnt Glæsi­bæ, 2.500 fer­metra hús með fjór­um tenni­völl­um ásamt 900 fer­metra viðbygg­ingu á tveim­ur hæðum auk kjall­ara. Fyr­ir eru á lóðinni tvö hús með badm­int­on­völl­um. Áætlaður kostnaður við þess­ar bygg­ing­ar er 985 millj­ón­ir króna.

Einnig legg­ur starfs­hóp­ur­inn til að byggðir verði fjór­ir tenn­is­vell­ir á nú­ver­andi grasæfinga­svæði Þrótt­ar en fé­lagið mun skila svæðinu til borg­ar­inn­ar þegar byggðir hafa verið tveir nýir gervi­grasvell­ir í Laug­ar­dal.

Þrjú fé­lög í Reykja­vík eru með tenn­is­deild­ir, Fjöln­ir, Vík­ing­ur og

Þrótt­ur. Ný­lega lauk end­ur­gerð á tveim­ur völl­um á svæði Vík­ings í Foss­vogi. Þörf­in fyr­ir aðstöðu hef­ur vaxið hröðum skref­um og í dag leig­ir borg­in aðstöðu fyr­ir fé­lög­in þrjú í Tenn­is­höll­inni í Kópa­vogi og greiðir fyr­ir um 16 millj­ón­ir króna ár­lega.

Á sama fundi borg­ar­ráðs voru kynnt­ar hug­mynd­ir Íþrótta­banda­lags Reykja­vík­ur um stækk­un Skauta­hall­ar­inn­ar í Laug­ar­dal. Í grein­ar­gerð kem­ur fram að um nokk­urra ára skeið hafi verið unnið að til­lög­um um end­ur­bæt­ur og ný­fram­kvæmd­ir við Skauta­höll­ina. Mik­il þörf sé á fjölg­un æf­inga­tíma á ís enda séu skautaíþrótt­ir stundaðar hjá þrem­ur fé­lög­um í Reykja­vík og það fjórða sé á leiðinni. Einnig sé kom­inn tími á ým­iss kon­ar viðhald á mann­virk­inu, m.a. á and­dyri. Þá liggi fyr­ir ósk­ir um aukna aðstöðu, svo sem þrek- og danssali og fé­lagsaðstöðu ásamt því að koma fyr­ir keilu­sal. Yf­ir­byggt æf­inga­svell mætti mögu­lega nýta á sumr­in fyr­ir viðburði, svo sem tón­leika, leik­list, markaði o.þ.h.

„Lagt er til að farið verði í fram­kvæmd­ir í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lög­ur. Heild­ar­fer­metra­fjöldi ný­bygg­ing­ar er 1.960, þar af 870 fm keilu­sal­ur. Gera má ráð fyr­ir að með end­ur­bót­um sem þarf að gera á eldra hús­næði sé heild­ar­kostnaður um 850 millj­ón­ir króna (600 millj­ón­ir án keilu­sal­ar),“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.