Skautahöllin er á rólegum stað í innbænum en fjölmörg söfn og áningarstaðir eru í næsta nágrenni. Skautahöllin var vígð árið 2000 en Skautafélag Akureyrar sér um daglegan rekstur skautahallarinnar. Æfingar deilda Skautafélagsins fara fram í húsinu alla daga vikunnar og viðburðir þeim tengdum flestar helgar vetrarins eins fara fram hokkíleikir, krullu- og listhlaupamót og sýningar.
Skautahöllinni á Akureyri er heimili Skautafélags Akureyrar en skautasvellið er opið fyrir gesti um helgar og í kringum stórhátíðir. Tímapantanir og upplýsingar um afmælisveislur og leigu á ís eru á skauta.is. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum.