Skautasvellið á Dalvík

Skautasvelli var komið upp á Dalvík í lok janúar og hafa börn, unglingar og fullorðnir tekið því fagnandi og notið skemmtilegra stunda á svellinu. Fyrst um sinn voru fengnir að láni skautar frá Skautafélagi Akureyrar. Stemmningin sem skapaðist var svo góð og mikil gleði með framtakið að Foreldrafélag Dalvíkurskóla safnaði yfir eina milljón til kaupa á 100 skautum, hokkíkylfum og hjálmum. Fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar styrktu verkefnið og nú er búnaðurinn kominn og var hann afhentur Íþróttamiðstöðinni á Dalvík til varðveislu. 

“Það var mjög auðvelt að safna fyrir skautunum í þessari jákvæðu og skemmtilegu stemmningu sem skapast hefur. Það eiga líka margir góðar minningar frá skautaiðkun á síðustu öld. Við vorum með áætlun um að koma upp skautasvelli en í dag eru krakkarnir farnir að pressa á mig að setja upp æfingar í hokkí” segir Freyr Antonsson formaður foreldrafélags Dalvíkurskóla og forsvarsmaður skautasvells á Dalvík. 

Eftirtaldir aðilar styrktu skautasvellið og kaup foreldrafélags Dalvíkurskóla til skautakaupa.

Heilsueflandi Dalvíkurbyggð
Eimskip
GS Frakt
Arctic Sea Tours hvalaskoðun
Steypustöðin Dalvík
Fiskmarkaður Norðurlands
Olíuverzlun Íslands
Lionsklúbburinn Sunna
Kvenfélagið Hvöt
Vélvirki
Tréverk
Húsasmiðjan
Marúlfur
Freyr Antonsson
Margrét Laxdal, Gísli Bjarnason og fjölskylda
Sunna Bragadóttir
Gunnar Eiríksson
Gerður Olofsson
Ester Margrét Ottósdóttir
Markús Jóhannesson
Óskar Pálmason
Guðný Helga Bjarnadóttir
Haukur Arnar Gunnarsson
Sylvía Ósk Ómarsdóttir
Sigríður Þórunn Jósepsdóttir
Alfreð Viktor Þórólfsson
Katrín Sigurjónsdóttir
Júlíana Kristjánsdóttir
Eyþór Björnsson
Guðrún Inga Hannesdóttir
Sævaldur Jens Gunnarsson
Berglind Björk Stefánsdóttir
Jónína Vilborg Björgvinsdóttir
Hanna Gerður Guðmundsdóttir
Sylvía Sigurðardóttir
Ingvar Óskarsson
Eggert Briem
Einar Ísfeld
Níels Kristinn Benjamínsson
Lárus Anton Freysson
Gunnlaugur Antonsson
Daníel Halldórsson
Vilhelm Anton Hallgrímsson
Gunnar Sigursteinsson
Björgvin Páll Hauksson
Ingólfur Magnússon
Friðrik Arnarsson
Íris Hauksdóttir
Gísli Rúnar Gylfason
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar
Aðrir sem vilja ekki láta nafns síns getið.

Stjórn Foreldrafélags Dalvíkurskóla þakkar öllum ofangreindum stuðningin.