Sparkvöllurinn á Vopnafirði

Fengið af vefnum Austurfrett.is

Eldheitir áhugamenn um skautaíþróttina hafa nú tekið sig saman á Vopnafirði og útbúið fyrirtaks skautasvell á sparkvelli bæjarins og þar skal dansað á svellinu svo lengi sem frost verður í lofti.

Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir er ein þeirra sem tekið hafa þátt í að mynda slétt og fellt svell á sparkvellinum en til þess þarf lítt annað en frost, mikið af vatni og gott undirlag.